Erlent

Kókaín fyrir hundruð milljóna á floti við Eng­lands­strendur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Pakkningarnar fundust við strendur Austur-Sussex.
Pakkningarnar fundust við strendur Austur-Sussex. NCA

Talsvert magn kókaíns fannst í pokum við strendur Austur-Sus­sex í Eng­landi. Talið er að sölu­and­virði efnisins sé rúm­lega 340 milljónir ís­lenskra króna.

Fyrstu pakkarnir fundust á fimmtu­dag og hefur lög­regla verið við leit á svæðinu síðan og fundið fjölda pakka með efninu. Hún biðlar til þeirra sem kunna að finna kókaín­pakka við strendur í grenndinni að til­kynna það strax.

Fimm hafa verið hand­teknir vegna málsins og hefur þeim öllum verið sleppt gegn tryggingu.

Þar á meðal eru þrír menn sem eru grunaðir um inn­flutning á eitur­lyfjum. Maður og kona voru einnig á meðal hinna hand­teknu og eru þau grunum um brot á eitur­lyfja­lögum en í frétt BBC er ekki til­greint ná­kvæm­lega hvernig þau eru grunuð um að tengjast málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×