Erlent

Draumur Bran­son rættist: „Sau­tján ár af vinnu komu okkur hingað“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hér má sjá Richard Branson ásamt geimferjuáhöfninni
Hér má sjá Richard Branson ásamt geimferjuáhöfninni Virgin Galatic

Breski kaupsýslumaðurinn, Richard Branson, náði komst rétt í þessu upp að jaðri lofthjúpsins í geimferju sinni Virgin Galactic. Hann lagði af stað í ævintýraförina klukkan 14:30 í dag frá Nýju-Mexíkó en ferðin tók einungis fimmtán mínútur.

„Sautján ár af vinnu komu okkur hingað,“ sagði Branson glaður í bragði þegar hann færði teymi sínu hamingjuóskir á leiðinni heim. Við heimkomuna hljóp Branson í faðm eiginkonu sinna, barna og barnabarna.

Hann varð þar með fyrsti maðurinn til þess að fara út í geim í sinni eigin geimferju. Branson sem er að verða 71 árs gamall er nú jafnframt annar maðurinn í heiminum til þess að fara út í geim, kominn á þennan aldur. Geimfarinn John Glenn fór árið 1998 en hann var þá 77 ára gamall.

Með Branson voru í för voru fimm áhafnarmeðlimir. Geimferjan náði 88 kílómetra hæð sem dugði til þess að áhöfnin fyndi fyrir þyngdarleysi og gæti séð jörðina sveigjast í boga, sem var markmiðið.

Branson ætlar að hefja ferðir af þessu tagi fyrir viðskiptavini á næsta ári. „Þetta er ótrúlegt afrek. Ég er svo glaður yfir þeim dyrum sem hafa nú opnast. Þetta er ótrúlegt augnablik,“ sagði fyrrverandi geimfarinn Chris Hadfield eftir lendingu Bransons.

Ferðin tók einungis fimmtán mínútur.Virgin Galatic


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.