„Sautján ár af vinnu komu okkur hingað,“ sagði Branson glaður í bragði þegar hann færði teymi sínu hamingjuóskir á leiðinni heim. Við heimkomuna hljóp Branson í faðm eiginkonu sinna, barna og barnabarna.
Hann varð þar með fyrsti maðurinn til þess að fara út í geim í sinni eigin geimferju. Branson sem er að verða 71 árs gamall er nú jafnframt annar maðurinn í heiminum til þess að fara út í geim, kominn á þennan aldur. Geimfarinn John Glenn fór árið 1998 en hann var þá 77 ára gamall.
VSS Unity reached:
— Virgin Galactic (@virgingalactic) July 11, 2021
A speed of Mach 3
A space altitude of 53.5 miles
Watch the full flight at https://t.co/5UalYT7Hjb#Unity22 pic.twitter.com/Kcgai497Nd
Með Branson voru í för voru fimm áhafnarmeðlimir. Geimferjan náði 88 kílómetra hæð sem dugði til þess að áhöfnin fyndi fyrir þyngdarleysi og gæti séð jörðina sveigjast í boga, sem var markmiðið.
Branson ætlar að hefja ferðir af þessu tagi fyrir viðskiptavini á næsta ári. „Þetta er ótrúlegt afrek. Ég er svo glaður yfir þeim dyrum sem hafa nú opnast. Þetta er ótrúlegt augnablik,“ sagði fyrrverandi geimfarinn Chris Hadfield eftir lendingu Bransons.
