Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 11:58 Slökkvilið í Nevada-fylki birti þessa mynd af svokölluðum Beckwourth Complex eldi um helgina. Truckee meadows fire & rescue Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. Slökkvilið Kaliforníu berst nú við eldana. Vegum hefur verið lokað og íbúum vissra svæða hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Þá hefur slökkvilið í Nevada-fylki fyrirskipað að eigendur búfjár geri ráðstafanir samstundis. Elding sem skall á norðurhluta Nevada-fylkis um helgina virðist einnig hafa haft mikil áhrif á útbreiðslu eldsins. Slökkvilið notar meðal annars flugvélar til þess að sprauta vatni á eldinn að ofan frá. Sú aðferð hefur þó gengið treglega fyrir þær sakir að vatnið virðist þorna áður en það nær til jarðar sökum hitans. Tveir slökkviliðsmenn létust í Arizona um helgina, þegar flugvél hrapaði í baráttu við eldana. Slökkvilið í Kaliforníu reynir nú að beisla eldinn en það gengur treglega sökum hitans.AP/Noah Berger Hitamet hefur verið slegið í Las Vegas en þar hefur hiti náð 47,2 gráðum síðustu daga. Þá hefur hiti í Dauðadalnum svokallaða mælst 54,4 gráður og er það álíka hátt 90 ára gamalt hitamet þar á svæðinu. Sérfræðingar hafa þó lengi dregið eldri mælinguna í efa og því má vera að hitatölur vikunnar hafi verið met. Aðeins eru nokkrar vikur síðan hættuleg hitabylgja reið yfir Norður-Ameríku, en þar var júní mánuður sá heitasti sem skráður hefur verið. Sérfræðingar hafa talað um að samhliða hlýnun jarðar megi búast við fleiri óeðlilegum veðursveiflum. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. 10. júlí 2021 18:48 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Slökkvilið Kaliforníu berst nú við eldana. Vegum hefur verið lokað og íbúum vissra svæða hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Þá hefur slökkvilið í Nevada-fylki fyrirskipað að eigendur búfjár geri ráðstafanir samstundis. Elding sem skall á norðurhluta Nevada-fylkis um helgina virðist einnig hafa haft mikil áhrif á útbreiðslu eldsins. Slökkvilið notar meðal annars flugvélar til þess að sprauta vatni á eldinn að ofan frá. Sú aðferð hefur þó gengið treglega fyrir þær sakir að vatnið virðist þorna áður en það nær til jarðar sökum hitans. Tveir slökkviliðsmenn létust í Arizona um helgina, þegar flugvél hrapaði í baráttu við eldana. Slökkvilið í Kaliforníu reynir nú að beisla eldinn en það gengur treglega sökum hitans.AP/Noah Berger Hitamet hefur verið slegið í Las Vegas en þar hefur hiti náð 47,2 gráðum síðustu daga. Þá hefur hiti í Dauðadalnum svokallaða mælst 54,4 gráður og er það álíka hátt 90 ára gamalt hitamet þar á svæðinu. Sérfræðingar hafa þó lengi dregið eldri mælinguna í efa og því má vera að hitatölur vikunnar hafi verið met. Aðeins eru nokkrar vikur síðan hættuleg hitabylgja reið yfir Norður-Ameríku, en þar var júní mánuður sá heitasti sem skráður hefur verið. Sérfræðingar hafa talað um að samhliða hlýnun jarðar megi búast við fleiri óeðlilegum veðursveiflum.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. 10. júlí 2021 18:48 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti. 10. júlí 2021 18:48
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“