Erlent

Hitinn í Dauðadalnum til jafns við níutíu ára gamalt en ótrúverðugt met

Samúel Karl Ólason skrifar
Dauðadalurinn er lægsti punktur Bandaríkjanna eða 199 metra undir sjávarmáli. hann er sömuleiðis heitasta svæði Bandaríkjanna.
Dauðadalurinn er lægsti punktur Bandaríkjanna eða 199 metra undir sjávarmáli. hann er sömuleiðis heitasta svæði Bandaríkjanna. Getty

Hitinn í Dauðadalnum svokallaða í Kaliforníu í Bandaríkjunum mældist í gær 54,4 gráður. Verði sú mæling staðfest er það álíka hátt 90 ára gömlu hitameti.

Þetta gamla met var mögulega einnig jafnað í ágúst í fyrr en sú mæling hefur enn ekki verið staðfest af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni.

Sjá einnig: Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær

Hitinn hefur mælst hærri áður í Dauðadalnum og í Túnis. Hann mældist 56,6 gráður í Dauðadalnum árið 1913 og 55 gráður í Túnis árið 1931. Sérfræðingar hafa þó lengi dregið báðar mælingarnar í efa, eins og farið er yfir í frétt Washington Post.

Mælingin í Dauðadalnum í gær og hitamælingin í ágúst í fyrra, gætu því verið hæsta hitastig sem mælst hefur í heiminum með trúverðugum hætti síðan mælingar hófust.

Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna en júnímáður var sá heitasti sem mæst hefur í Norður-Ameríku. Hitinn náði 48,8 gráðum minnst 21 dag í mánuðinum.

Veðurstofa Bandaríkjanna segir hitabylgjur hafa gengið yfir allt landið í mánuðinum. Meðalhiti hafi verið 22,5 gráður en heilt yfir, á þeim 127 árum sem mælingar hafa verið gerðar, sé meðalhiti í Bandaríkjunum í júní 20,2 gráður.

Gamla metið fyrir júní var árið 2016 þegar meðalhitinn var 22 gráður.

Stofnunin heldur einnig yfirlit yfir náttúruhamfarir sem rekja má til veðurs og valda miklum skemmdum. Á fyrstu sex mánuðum þess árs urðu Bandaríkin fyrir átta slíkum hamförum sem ollu tjóni fyrir meira en einn milljarð dala.

Þar sé um að ræða fjögur óveður, tvö hamfaraflóð, eitt kuldakast og eina þurrkatíð vegna hita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×