Íslenski boltinn

Grótta sótti þrjú stig til Eyja og stórsigur Þórs á Þrótti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gústi og hans menn sóttu ansi góðan sigur til Eyja í kvöld.
Gústi og hans menn sóttu ansi góðan sigur til Eyja í kvöld. vísir/vilhelm

ÍBV missteig sig í Lengjudeild karla er liðið tapaði 1-0 fyrir Gróttu á heimavelli í 11. umferð deildarinnar í dag.

Eyjamenn höfðu fyrir leik kvöldsins unnið fimm leiki í röð en fyrsta og eina markið gerði Axel Sigurðarson á 54. mínútu.

Markið kom eftir ansi laglega sendingu Björns Axels og Axel kom svo boltanum fram hjá Halldóri Páli í marki ÍBV.

ÍBV er í öðru sætinu með 22 stig en Grindavíkur getur jafnað þá að stigum á morgun. Grótta er í 8. sætinu með 14.

Á Akureyri unnu Þórsarar stórsigur á Þrótti en lokatölur urðu 5-1.

Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór yfir á 21. mínútu en Kairo Edwards-John jafnaði mínútu síðar.

Fannar Daði gerði annað mark sitt á 38. mínútu, Ólafur Aron Pétursson skoraði úr vítaspyrnu á 49. mínútu og fjórða markið gerði Ásgeir Marinó Baldvinsson á 62. mínútu.

Þórsarar voru ekki hættir því á fjórðu mínútu uppbótartíma bætti Jóhann Helgi Hannesson við fimmta markinu og þar við sat.

Þór er eftir sigurinn í sjöunda sætinu með fimmtán stig en Þróttur er í ellefta sætinu með sjö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.