Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2021 09:05 Í apríl náðist á myndband þegar Xiang réðist að afgreiðslukonu í verslun. Skjáskot Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. Eiginkonan, Xiang Xueqiu, gerðist að þessu sinni sek um að slá borgarstarfsmann sem var að sópa gangstétt í almenningsgarði í Hannam-hverfinu í Seúl snemma á mánudag. Maðurinn rak kústinn óvart í Xiang, sem brást við með því að slá hann tvisvar utan undir. Maðurinn svaraði fyrir sig með því að hrinda Xiang í jörðina og hringdi svo á lögreglu. Bæði játuðu að hafa lagt hendur á hitt en hvorugt vildi leggja fram kæru. Xiang var færð á spítala vegna bakverkja. Talsmaður belgíska utanríkisráðuneytisins staðfesti í samtali við CNN að Xiang hefði lent í uppákomu á mánudag en að atburðarásin lægi ekki fyrir. Sendiherranum hefði verið gert grein fyrir því að hann ætti að snúa heim tafarlaust. Fulltrúi utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði málið í rannsókn og að gripið yrði til aðgerða ef niðurstaðan yrði sú að ólöglegt athæfi hefði átt sér stað. Suður-Kórea Belgía Tengdar fréttir Sendiherra kallaður heim eftir að konan hans sló afgreiðslukonu Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því. 31. maí 2021 16:21 Sendiherrafrú ber fyrir sig friðhelgi vegna löðrungs Eiginkona belgíska sendiherrans í Suður-Kóreu ber fyrir sig friðhelgi erindreka erlendra ríkja til að komast undan ákæru eftir að hún sást greiða afgreiðslukonu í verslun kinnhest í Seúl. Starfsfólk verslunarinnar hafði grunað hana um hnupl. 17. maí 2021 13:52 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Eiginkonan, Xiang Xueqiu, gerðist að þessu sinni sek um að slá borgarstarfsmann sem var að sópa gangstétt í almenningsgarði í Hannam-hverfinu í Seúl snemma á mánudag. Maðurinn rak kústinn óvart í Xiang, sem brást við með því að slá hann tvisvar utan undir. Maðurinn svaraði fyrir sig með því að hrinda Xiang í jörðina og hringdi svo á lögreglu. Bæði játuðu að hafa lagt hendur á hitt en hvorugt vildi leggja fram kæru. Xiang var færð á spítala vegna bakverkja. Talsmaður belgíska utanríkisráðuneytisins staðfesti í samtali við CNN að Xiang hefði lent í uppákomu á mánudag en að atburðarásin lægi ekki fyrir. Sendiherranum hefði verið gert grein fyrir því að hann ætti að snúa heim tafarlaust. Fulltrúi utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði málið í rannsókn og að gripið yrði til aðgerða ef niðurstaðan yrði sú að ólöglegt athæfi hefði átt sér stað.
Suður-Kórea Belgía Tengdar fréttir Sendiherra kallaður heim eftir að konan hans sló afgreiðslukonu Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því. 31. maí 2021 16:21 Sendiherrafrú ber fyrir sig friðhelgi vegna löðrungs Eiginkona belgíska sendiherrans í Suður-Kóreu ber fyrir sig friðhelgi erindreka erlendra ríkja til að komast undan ákæru eftir að hún sást greiða afgreiðslukonu í verslun kinnhest í Seúl. Starfsfólk verslunarinnar hafði grunað hana um hnupl. 17. maí 2021 13:52 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Sendiherra kallaður heim eftir að konan hans sló afgreiðslukonu Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því. 31. maí 2021 16:21
Sendiherrafrú ber fyrir sig friðhelgi vegna löðrungs Eiginkona belgíska sendiherrans í Suður-Kóreu ber fyrir sig friðhelgi erindreka erlendra ríkja til að komast undan ákæru eftir að hún sást greiða afgreiðslukonu í verslun kinnhest í Seúl. Starfsfólk verslunarinnar hafði grunað hana um hnupl. 17. maí 2021 13:52