Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 08:30 Lionel Messi hefur verið samningslaus frá mánaðarmótum. Getty/David S. Bustamante Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish. Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish.
Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira