Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 08:30 Lionel Messi hefur verið samningslaus frá mánaðarmótum. Getty/David S. Bustamante Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish. Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish.
Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira