Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 12:31 Ungmenni spila fótbolta á götum Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim. Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Degi áður en Moise var myrtur skipaði hann Dr. Ariel Henry í embætti forsætisráðherra. Þá hafði Claude Josehp, utanríkisráðherra, verið starfandi forsætisráðherra Haítí í um tíu vikur. Strax í kjölfar morðsins tilkynnti Joseph að hann leiddi nú ríkisstjórn Haítí en Henry hefur nú lýst því yfir að hann sé réttmætur forsætisráðherra. Henry er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. „Ég vill ekki kasta olíu á eldinn,“ sagði Henry í viðtali við dagblaðið Le Nouvelliste í gærkvöldi. „Herra Claude Joseph stóð sig vel í dag og ég kann að meta það.“ Hann sagðist hafa verið að vinna í því að mynda sína eigin ríkisstjórn og sú vinna hefði verið komin langt. Hann sagði að stjórnarmyndun hans myndi halda áfram og kallaði eftir viðræðum við Joseph um hvernig þeir geti haldið áfram og sagðist hann vilja að Joseph yrði áfram utanríkisráðherra. Henry lýsti því einnig yfir í viðtalinu að hann væri ekki ánægður með þá ákvörðun Josehps að lýsa yfir tveggja vikna neyðarástandi á Haítí í kjölfar morðsins. AP fréttaveitan segir að samkvæmt stjórnarskrá Haítí ætti forseti Hæstaréttar ríkisins að taka forsetaembættinu um tíma. Sá dó hins vegar á dögunum vegna Covid-19 og bæði embættin sitja tóm. Martine Moise, forsetafrúin, særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Hún hefur nú verið flutt á sjúkrahús í Flórída. Hluti árásarinnar náðist á myndband og á upptökum má heyra einn árásarmannanna kalla að þeir tilheyri Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum er þvertekið fyrir að mennirnir tengist yfirvöldum á nokkurn hátt. Myndefni úr árásinni má sjá hér í frétt CBS News. Ráðamenn á Haítí segja fjóra árásarmenn hafa verið skotna til bana af lögregluþjónum og tveir hafi verið handteknir. Léon Charles, lögreglustjóri, hefur heitið því að handsama alla árásarmennina og hefur talað um þá sem „málaliða“. „Örlög þeirra eru ráðin,“ sagði Charles í gærkvöldi. „Þeir munu falla í skotbardaga eða verða handteknir.“ Litlar sem engar upplýsingar hafa þó verið veittar um árásarmennina sjálfa. Þá um hverjir þeir voru og eru og hvað vakti fyrir þeim.
Haítí Tengdar fréttir Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Lögregla segist hafa banað fjórum tilræðismönnum Moïse Lögreglan á Haítí skaut í gærkvöldi fjóra til bana sem grunaðir eru um að hafa myrt forseta landsins síðastliðinn miðvikudag. Til skotbardaga kom á milli mannana og lögreglu sem lauk með þessum hætti en að sögn lögreglu eru tveir aðrir grunaðir í haldi. 8. júlí 2021 06:56
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06