Lýsa yfir neyðarástandi í Haítí og kalla eftir ró Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 15:31 Hermenn standa vörð við heimili forsetans í Port-au-Prince. AP/Joseph Odelyn Starfandi forsætisráðherra Haítí hefur lýst yfir neyðarástandi og kallar eftir ró meðal íbúa í kjölfar þess að forseti landsins var skotinn til bana á heimili sínu í nótt. Morð Jovenel Moise, forseta Haítí, hefur verið fordæmt af öðrum þjóðarleiðtogum. Samhliða því að kallað hefur verið eftir ró og friði á eyjunni. Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna. Haítí Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Forsetinn var myrtur í árás á heimili hans í nótt en starfandi forsætisráðherra landsins, sem nú segist fara með völd, segir hóp sérveitarmanna hafa ráðist á heimilið, myrt forsetann og sært eiginkonu hans. Árásin mun hafa átt sér stað um klukkan eitt í nótt, að staðartíma, og sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans í morgun að einhverjir árásarmannanna hefðu talað spænsku. Seinna sagði hann í útvarpsviðtali að þeir hefðu talað spænsku eða ensku, samkvæmt frétt AP fréttaveitunar. Nágranni forsetans í Port-au-Prince sagði í viðtali við fréttaveituna að hún hefði heyrt árásina. Skothríðin hefði verið svo mikil að fyrst hefði hún talið að jarðskjálfti hefði skollið á. Martine Moise, forsetafrúin, var flutt á sjúkrahús en frekari upplýsingar um líðan hennar hafa ekki litið dagsins ljós. Claude Joseph, forsætisráðherrann, hélt í dag fund með ráðherrum Haítí. Í sjónvarpsávarpi eftir þann fund sagði Joseph að hann hefði lýst yfir neyðarástandi. Ítrekaði hann þó að ríkisstjórnin hefði stjórn á ástandinu, samkvæmt frétt Reuters. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um líðan Martine Moise. Um árásina sjálfa sagði hann þungvopnaðan hóp manna sem talað hafi ensku og spænsku hafi ráðist á heimili forsetans. Fordæma morðið og afla upplýsinga Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í dag að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni á Twitter í dag. Hann fordæmdi morðið og kallaði eftir ró á Haítí. Aðrir ráðamenn í Evrópu hafa sömuleiðis slegið á svipaða strengi. I am shocked and saddened at the death of President Moïse. Our condolences are with his family and the people of Haiti. This is an abhorrent act and I call for calm at this time.— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 7, 2021 Iván Duque, forseti Kólumbíu, er sömuleiðis meðal þeirra sem hafa fordæmt morðið. Hann hefur kallað eftir því að samband Ameríkuríkja beiti sér til að vernda lýðræðið á Haítí. Moise, sem hafði verið sakaður um alræðistilburði og gert tilraunir til að gera breytingar á stjórnarskrá Haítí og meðal annars auka völd forsetaembættisins, hafði lýst því yfir að halda ætti kosningar seinna á þessu ári. Í gær skipaði hann nýjan forsætisráðherra sem átti að vinna að undirbúningi kosninganna. Skothylki fyrir utan heimili forsetans.AP/Joseph Odelyn Til stóð að halda kosningar í fyrra en þeim var frestað og stjórnarandstaða Haítí hafði kallað eftir því að Moise segði af sér. Undanfarin ár hafa reynst íbúum Haítí erfið. Efnahagsvandræði, náttúruhamfarir og glæpir hafa meðal annars leikið íbúa grátt. Ríkið er þar að auki eitt það fátækasta í Ameríku en meirihluti þjóðarinnar þénar minna en þrjú hundruð krónur á dag. Í frétt France 24 segir að áhyggjur séu uppi um ástandið á Haíti. Stjórnmáladeilur séu miklar og það stefni í fæðuskort. Óttast er að óöld grípi landið á nýjan leik. Ráðmenn í Dóminíska lýðveldinu hafa skipað her landsins að loka landamærum ríkjanna.
Haítí Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira