Aurskriða inn í íbúð, ónýtur bíll og týndur köttur en buguð Bryndís fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 14:00 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, býr á neðri hæð í þessu hvíta húsi í Varmahlíð þar sem aurskriðan féll á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísir Það féll aurskriða inn í íbúðina hennar, kötturinn týndist, bíllinn bilaði og hún veiktist en stóð samt uppi sem sigurvegari í mikilvægum fótboltaleik í Garðabæ í gærkvöld. Þetta er ekki handrit að bíómynd heldur vika í lífi Bryndísar Rutar Haraldsdóttur. Bryndís er fyrirliði Tindastóls á Sauðárkróki og stóð vaktina í vörn liðsins í dísætum 1-0 sigri gegn Stjörnunni í gærkvöld. Það gerði hún þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að bugast undan óeðlilegu álagi síðustu daga: „Ég var hitalaus og lét bara vaða. Þetta var bara hausverkur og einhver slappleiki. Ég er ekki búin að sofa neitt síðustu daga, enda búin að vera að vinna á fullu í húsinu mínu eftir aurskriðuna. Ég er bara búin að vera á yfirsnúningi,“ sagði Bryndís við Vísi í dag. Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í síðustu viku féll meðal annars á húsið sem Bryndís og kærasti hennar búa í, með tveimur köttum sínum. Skriðan lagðist á þrjá glugga íbúðarinnar, braut sér leið inn í eitt herbergjanna og olli miklum skemmdum. „Ég var á Sauðárkróki að þjálfa þegar kærastinn minn hringdi og sagðist vera að drífa sig heim því það hefði fallið aurskriða á húsið okkar. Vinnufélagi hans hafði komið að þessu og ég hringdi strax í hann því við áttum tvo ketti þarna inni og ég var svolítið áhyggjufull gagnvart þeim. Hann náði í þá og þeir voru ómeiddir,“ sagði Bryndís. Íbúðin í lag á mettíma og liðsfélagarnir máluðu Hún og hennar fólk beið ekki boðanna og vann þrekvirki við að koma íbúðinni í samt lag að nýju: „Það var bara drulla inni í gestaherberginu og grjót. Á föstudaginn leyfðu Almannavarnir okkur að fara aftur inn í húsið til að byrja að hreinsa út. Við hreinsuðum út gólfefni, fataskápa, hurðar og fleira, og á sunnudagskvöldið gistum við aftur í íbúðinni, sem er eiginlega alveg magnað,“ sagði Bryndís. Aurskriðan féll á tvö hús. Íbúð Bryndísar er í hvíta húsinu til hægri á mynd.Vísir Liðsfélagar hennar í Tindastóli létu ekki sitt eftir liggja við að lagfæra íbúð fyrirliðans síns: „Við eigum mjög gott bakland hérna. Ég á fjóra bræður og þrír þeirra eru smiðir, og ég líka. Svo eigum við vinafólk hérna í Varmahlíð, húsasmíðameistara og rafvirkja þar á meðal, sem hjálpuðu okkur helling. Ég fékk svo fótboltaliðið til að koma og hjálpa mér að henda dótinu okkar út og mála. Ég trúði því ekki þegar bróðir minn sagði að við gætum flutt inn á sunnudagskvöldið en við erum búin að skipta um gólfefni, setja upp nýjar innihurðir, mála, sparsla og setja upp nýjan vegg. Þetta er búin að vera geðbilun hjá mér, maður er búinn að vera að vinna fram eftir nóttu, og ég held að þess vegna hafi ég verið orðin svona slöpp. Þetta skrifast örugglega á svefnleysi,“ sagði Bryndís. Ónýtur bíll og týndur köttur „Þetta er ekki beint búin að vera mín vika. Bíllinn minn er örugglega ónýtur líka – alla vega eitthvað bilaður. Svo týndi ég öðrum kettinum mínum,“ sagði Bryndís en kötturinn sá strauk úr pössun. Það hefur hann þó gert áður og alltaf skilað sér heim á endanum. Eftir allt þetta, og mikla þrautagöngu í Pepsi Max-deildinni, gat Bryndís loks leyft sér að brosa eftir sigurinn í Garðabæ í gærkvöld. „Þetta var mjög kærkominn sigur, eiginlega alveg nauðsynlegur,“ sagði Bryndís sem eftir aksturinn heim í Skagafjörð hafði enn þrek til að klára að setja upp hurðar í íbúðinni sinni í nótt. Náði jafntefli daginn eftir skriðuna Bryndís spilaði raunar leik daginn eftir að skriðan féll, síðastliðinn miðvikudag, í markalausu jafntefli við sterkt lið Selfoss á Sauðárkróki: „Það var ekkert sem við gátum gert varðandi húsið svo að ég fókusaði bara á þennan leik við Selfoss. Maður fann meira fyrir þessu í gær [gegn Stjörnunni] því maður var alveg bugaður af þreytu eftir að hafa verið að vinna alla helgina. En við hefðum ekki náð þessu á 2-3 dögum nema af því að við höfðum allt þetta góða fólk í kringum okkur,“ sagði Bryndís. Hún fær engan tíma til að slaka á því á morgun heldur hún á Símamótið með stelpurnar sem hún þjálfar, og á sunnudaginn er leikur hjá Tindastóli gegn Þrótti í Laugardalnum. Með sigri geta Bryndís og félagar grafið sig upp úr fallsæti, á þessari fyrstu leiktíð þeirra í efstu deild. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Kettir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Bryndís er fyrirliði Tindastóls á Sauðárkróki og stóð vaktina í vörn liðsins í dísætum 1-0 sigri gegn Stjörnunni í gærkvöld. Það gerði hún þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að bugast undan óeðlilegu álagi síðustu daga: „Ég var hitalaus og lét bara vaða. Þetta var bara hausverkur og einhver slappleiki. Ég er ekki búin að sofa neitt síðustu daga, enda búin að vera að vinna á fullu í húsinu mínu eftir aurskriðuna. Ég er bara búin að vera á yfirsnúningi,“ sagði Bryndís við Vísi í dag. Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í síðustu viku féll meðal annars á húsið sem Bryndís og kærasti hennar búa í, með tveimur köttum sínum. Skriðan lagðist á þrjá glugga íbúðarinnar, braut sér leið inn í eitt herbergjanna og olli miklum skemmdum. „Ég var á Sauðárkróki að þjálfa þegar kærastinn minn hringdi og sagðist vera að drífa sig heim því það hefði fallið aurskriða á húsið okkar. Vinnufélagi hans hafði komið að þessu og ég hringdi strax í hann því við áttum tvo ketti þarna inni og ég var svolítið áhyggjufull gagnvart þeim. Hann náði í þá og þeir voru ómeiddir,“ sagði Bryndís. Íbúðin í lag á mettíma og liðsfélagarnir máluðu Hún og hennar fólk beið ekki boðanna og vann þrekvirki við að koma íbúðinni í samt lag að nýju: „Það var bara drulla inni í gestaherberginu og grjót. Á föstudaginn leyfðu Almannavarnir okkur að fara aftur inn í húsið til að byrja að hreinsa út. Við hreinsuðum út gólfefni, fataskápa, hurðar og fleira, og á sunnudagskvöldið gistum við aftur í íbúðinni, sem er eiginlega alveg magnað,“ sagði Bryndís. Aurskriðan féll á tvö hús. Íbúð Bryndísar er í hvíta húsinu til hægri á mynd.Vísir Liðsfélagar hennar í Tindastóli létu ekki sitt eftir liggja við að lagfæra íbúð fyrirliðans síns: „Við eigum mjög gott bakland hérna. Ég á fjóra bræður og þrír þeirra eru smiðir, og ég líka. Svo eigum við vinafólk hérna í Varmahlíð, húsasmíðameistara og rafvirkja þar á meðal, sem hjálpuðu okkur helling. Ég fékk svo fótboltaliðið til að koma og hjálpa mér að henda dótinu okkar út og mála. Ég trúði því ekki þegar bróðir minn sagði að við gætum flutt inn á sunnudagskvöldið en við erum búin að skipta um gólfefni, setja upp nýjar innihurðir, mála, sparsla og setja upp nýjan vegg. Þetta er búin að vera geðbilun hjá mér, maður er búinn að vera að vinna fram eftir nóttu, og ég held að þess vegna hafi ég verið orðin svona slöpp. Þetta skrifast örugglega á svefnleysi,“ sagði Bryndís. Ónýtur bíll og týndur köttur „Þetta er ekki beint búin að vera mín vika. Bíllinn minn er örugglega ónýtur líka – alla vega eitthvað bilaður. Svo týndi ég öðrum kettinum mínum,“ sagði Bryndís en kötturinn sá strauk úr pössun. Það hefur hann þó gert áður og alltaf skilað sér heim á endanum. Eftir allt þetta, og mikla þrautagöngu í Pepsi Max-deildinni, gat Bryndís loks leyft sér að brosa eftir sigurinn í Garðabæ í gærkvöld. „Þetta var mjög kærkominn sigur, eiginlega alveg nauðsynlegur,“ sagði Bryndís sem eftir aksturinn heim í Skagafjörð hafði enn þrek til að klára að setja upp hurðar í íbúðinni sinni í nótt. Náði jafntefli daginn eftir skriðuna Bryndís spilaði raunar leik daginn eftir að skriðan féll, síðastliðinn miðvikudag, í markalausu jafntefli við sterkt lið Selfoss á Sauðárkróki: „Það var ekkert sem við gátum gert varðandi húsið svo að ég fókusaði bara á þennan leik við Selfoss. Maður fann meira fyrir þessu í gær [gegn Stjörnunni] því maður var alveg bugaður af þreytu eftir að hafa verið að vinna alla helgina. En við hefðum ekki náð þessu á 2-3 dögum nema af því að við höfðum allt þetta góða fólk í kringum okkur,“ sagði Bryndís. Hún fær engan tíma til að slaka á því á morgun heldur hún á Símamótið með stelpurnar sem hún þjálfar, og á sunnudaginn er leikur hjá Tindastóli gegn Þrótti í Laugardalnum. Með sigri geta Bryndís og félagar grafið sig upp úr fallsæti, á þessari fyrstu leiktíð þeirra í efstu deild.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Kettir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 0-1 | Stólarnir stóðu af sér storminn og unnu dísætan sigur Tindastóll vann frækinn 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld og krækti þar með í sín fyrstu stig á útivelli í sumar, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. 6. júlí 2021 21:10
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann