Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 10:06 Jovenel Moise, forseti Haítí. Getty/Riccardo Savi Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times. Haítí Andlát Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmann í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times.
Haítí Andlát Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmann í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent