Íslenski boltinn

Sjáðu þegar Kristján Flóki vildi fá víti en endaði með tvö gul á þrjátíu sekúndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason missti stjórn á sér fyrir norðan en liðsfélagaranir hans unnu samt leikinn manni færri.
Kristján Flóki Finnbogason missti stjórn á sér fyrir norðan en liðsfélagaranir hans unnu samt leikinn manni færri. Vísir/Bára

KR-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi.

Kristján Flóki fékk að líta rauða spjaldið hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með aðeins þrjátíu sekúndna millibili. Þá tökum við inn tímann sem það tók Ívar dómara að skrá niður spjaldið á Kristján Flóka.

Skjámynd/S2 Sport

Rauða spjaldið fór á loft strax á 22. mínútu leiksins en KR-ingar skoruðu tvö mörk manni færri og fóru með öll þrjú stigin heim í Vesturbæinn.

Fyrra gula spjaldið fékk Kristján Flóki fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið vítaspyrnu og það seinna fyrir brot um leið og leikurinn fór aftur í gang.

Gunnlaugur Jónsson og Jón Þór Hauksson fóru yfir þessi gulu spjöld í Pepsi Max Stúkunni í gær og þar má einnig sjá vítið sem Kristján Flóki fékk ekki og var í raun kveikjan að öllu veseninu hans.

Skjámynd/S2 Sport

„Þarna er hann augljóslega mjög heitir og ósáttur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson. „Hann er á gul spjaldi þarna og það er ekkert annað hægt,“ bætti Gunnlaugur við.

„Fyrra gula spjaldið er ákveðið agaleysi þegar hann hleypur yfir hálfan völlinn til að mótmæla þessum vítaspyrnudómi. Hann hefur nógan tíma til að ná sér aðeins niður. Hann fer svo í þetta atvik í innkastinu og mér finnst hann vera pínu óheppinn þar því það er ekki beinleiðis ósetningur í þessu og hann er að reyna að vinna boltann,“ sagði Jón Þór Hauksson sem var þó á því að Ívar Orri hafi ekki haft um neitt annað að ræða en gefa seinna gula spjaldið.

Hér fyrir neðan má sjá öll þessi atvik og umfjöllun Pepsi Max Stúkunnar um þau.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Spjöldin sem Kristján Flóki fékkFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.