Erlent

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Niðurrifi fjölbýlishússins í Miami hafði verið flýtt þar sem óttast var að stormurinn gæti steypt eftirstandandi rústum um koll
Niðurrifi fjölbýlishússins í Miami hafði verið flýtt þar sem óttast var að stormurinn gæti steypt eftirstandandi rústum um koll Getty/Joe Raedle

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Yfirvöld í Flórída binda vonir við að stormurinn hafi ekki áhrif á björgunaraðgerðir í Miami, þar sem talið er að á annað hundrað hafi farist þegar fjölbýlishús hrundi í síðustu viku. Niðurrifi hússins hafði verið flýtt þar sem óttast var að stormurinn gæti steypt eftirstandandi rústum um koll. Nú búast sérfræðingar þó við að stormurinn fari öllu vestar en reiknað var með - og Miami því líklega hólpin.

Yfir hundrað þúsund manns var gert að flýja heimili sín á Kúbu áður en Elsa gekk þar á land í gær og olli aurskriðum og gríðarlegum flóðum. Stormurinn gekk yfir Dóminíska lýðveldið og Sankti Lúsíu á sunnudag, með þeim afleiðingum að hið minnsta þrír fórust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.