Erlent

140 skólabörnum rænt í Nígeríu

Árni Sæberg skrifar
Skólar eru vinsæl skotmörk glæpagengja í Nígeríu.
Skólar eru vinsæl skotmörk glæpagengja í Nígeríu. Getty/Olukayode Jaiyeola

Þungvopnaðir menn brutust inn í skóla í borginni Kaduna í Nígeríu í dag og námu á brott 140 börn. Atvikið er það fjórða sinnar tegundar í Kaduna síðan í desember í fyrra.

„Mannræningjarnir tóku 140 nemendur, aðeins 25 nemendur sluppu. Við höfum enga hugmynd um hvert nemendurnir voru teknir,“ segir Emmanuel Paul, kennari við Bethel Baptista menntaskólann í Kaduna við Agence France-Presse fréttaveituna.

Mohammad Jalige, talsmaður lögreglunnar í Kaduna, staðfesti barnaránið en gat ekki staðfest tölu þeirra sem var rænt. „Lögreglulið fór á eftir mannræningjunum, við erum enn í björgunaraðgerðum,“ sagði hann við AFP.

Barnaránið í dag er það fjórða í borginni síðan í desember í fyrra en um 800 hundruð börnum hefur verið rænt í það heila. Um 150 þeirra er enn saknað.

Fjöldabarnaránum hefur fjölgað mikið í Nígeríu síðan hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu 276 skólastúlkum árið 2014. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×