Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2021 22:36 Frá Oddahátíð um helgina. Gammabrekka, sú sem hæst stendur, sést lengst til vinstri. Arnar Halldórsson Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Áætlað er að hátt í þrjúhundruð manns hafi sótt Oddahátíð á laugardag en þar var boðið upp á guðsþjónustu, veitingar, ræðuhöld og tónleika. Þótti við hæfi að þessi merki sögustaður skyldi vera valinn sem vettvangur fyrir fyrstu opinberu tónleika nýjustu sinfóníuhljómsveitar landsmanna, en myndir frá hátíðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjölmennt var í Odda á Rangárvöllum á laugardag. Hér bjuggu foringjar Oddaverja, helstu valdaættar Sturlungaaldar.Arnar Halldórsson Hápunkturinn var frumflutningur Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, með Karlakór Rangæinga, Kvennakórnum Ljósbrá, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara, á lagi Gunnars Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar, Á Gammabrekku. Matthías samdi kvæðið um Odda en hann var þar prestur um sex ára skeið. Afsteypa af Sæmundi á selnum, styttu Ásmundar Sveinssonar, er í Odda. Hún vísar til þjóðsögunnar um það hvernig Sæmundur fróði átti að hafa, með aðstoð Kölska, komist til Íslands frá námi í Frakklandi og hreppt Odda.Arnar Halldórsson „Þetta eru fyrstu svona opinberu tónleikar, segjum við. Síðastliðið haust spiluðum við á grunnskólatónleikum, fórum í grunnskóla,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. „En við erum hérna með átján hljóðfæraleikara í dag. Og stefnum á tónleika á næsta vetri með talsvert fleiri hljóðfæraleikurum." Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.Arnar Halldórsson Þess var minnst að þrjátíu ár eru frá því félag um endurreisn Odda var stofnað. Helsti frumkvöðullinn og fyrsti formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, segir að takmarkið hafi verið að kynna gullöld Oddaverja og sögu staðarins síðan. Félagið beitir sér nú fyrir því að þar rísi menningar- og fræðasetur í nafni Sæmundar fróða sem og stór kirkja sem jafnframt þjóni sem tónlistarhús héraðsins. Þór Jakobsson, fyrsti formaður Oddafélagsins.Arnar Halldórsson „Við lítum svo á að slík stofnun eigi hvergi betur heima en í Odda. Vegna sögu staðarins annarsvegar og hinsvegar vegna miðlægrar staðsetningar hér í héraðinu,“ sagði Ágúst Sigurðsson, núverandi formaður Oddafélagsins, í hátíðarræðu. „Og við hlökkum mjög til þess, - þeirrar framtíðar,“ segir Guðmundur Óli, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Tónlist Þjóðkirkjan Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21
Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Nýjasta hljómsveit landsins er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, sem spilaði í fyrsta sinn opinberlega á þrennum tónleikum í dag. 16. september 2020 19:30
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23