Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 21:21 Bílar aka yfir Oddabrú að vígsluathöfn lokinni. Arnar Halldórsson Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23