Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júlí 2021 21:10 Framarar eru óstöðvandi í Lengjudeildinni. Vísir/Haraldur Guðjónsson 10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins. Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar. Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Taplaust topplið Fram tók á móti Kórdrengjum á Framvelli. 2-2 stóð í hálfleik þar sem Albert Hafsteinsson hafði komið Fram yfir í tvígang en sjálfsmark Arons Þórðar Albertssonar og mark frá Connor Simpson fyrir Kórdrengi skömmu fyrir hálfleik þýddi að staðan var jöfn. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar fékk liðsfélagi hans Davíð Þór Ásbjörnsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram gekk á lagið þar sem Alex Freyr Elísson jafnaði leikinn strax í kjölfarið á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar fullkomnaði Albert Hafsteinsson þrennu sína og tryggði Fram 4-3 sigur. Fram er því með 28 stig eftir tíu leiki á toppi deildarinnar, sex stigum á undan ÍBV sem vann Þrótt naumlega fyrr í kvöld. Kórdrengir eru aftur á móti með 16 stig í 4. sæti. Grindavík tók á móti Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson kom gestunum yfir snemma leiks. Tvö mörk Sigurðar Bjarts Hallssonar kom Grindvíkingum aftur á móti 2-1 yfir og þannig stóð fram á 74. mínútu. Pedro Vázquez jafnaði þá fyrir Mosfellinga af vítapunktinum áður en Anton Logi Lúðvíksson skoraði þriðja mark þeirra aðeins þremur mínútum síðar. Mark Símons Loga Thasapong undir lok leiks tryggði Grindvíkingum hins vegar stig, 3-3 jafntefli niðurstaðan. Grindavík verður af mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 18 stig í 3. sæti, fjórum á eftir Eyjamönnum sem eru þar fyrir ofan. Afturelding er hins vegar með 13 stig í 7. sæti. Þriðja þrennan í sumar Á Seltjarnarnesi var Guðjón Þórðarson að stýra Víkingum frá Ólafsvík í fyrsta skipti frá því að hann tók við af Gunnari Einarssyni á dögunum. Bæði lið þurftu á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Pétur Theódór Árnason, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu til að veita þeim 2-0 forskot í hléi. Anel Crnac minnkaði muninn fyrir gestina eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur var ekki hættur þar sem að hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark Gróttu á 57. mínútu. Guðfinnur Þór Lárusson klóraði í bakkann fyrir Ólafsvíkinga undir lok uppbótartíma en það kom of seint. 3-2 sigur Gróttu staðreynd. Um er að ræða þriðju þrennu Péturs Theódórs í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk. Grótta er eftir sigurinn með ellefu stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar eru hins vegar enn aðeins með eitt stig á botni deildarinnar.
Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Grótta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira