Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 15:55 Lögreglumenn í Massachusetts að störfum í umsátrinu við I-95 hraðbrautina við bæinn Wakefield á laugardag. Félagar í hópi sem viðurkennir ekki lög Bandaríkjanna flúðu inn í skóginn þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. AP/Michael Dwyer Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna. Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna.
Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira