Leggja allt kapp á að halda Harry Kane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 17:01 Harry Kane hefur gefið út að hann vilji yfirgefa Tottenham en félagið er ekki tilbúið að hleypa honum svo glatt í burtu. EPA-EFE/Ettore Ferrari Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða. Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira