Íslenski boltinn

Hægt að treysta á það að mörkunum rigni í leikjum Blika í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar fagna hér marki í Pepsi Max deild karla í sumar að þessu sinni í sigri á nágrönnum sínum í Kórnum.
Blikar fagna hér marki í Pepsi Max deild karla í sumar að þessu sinni í sigri á nágrönnum sínum í Kórnum. Vísir/Hulda Margrét

Það hefur verið nóg af mörkum í leikjum Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í sumar og á því varð engin breyting um helgina.

Blikar unnu þá 4-0 sigur á Leiknismönnum á Kópavogsvellinum og nálguðust um leið topplið Valsmanna.

Þetta var áttundi leikur Blika í Pepsi Max deildinni í sumar þar sem eru skoruð fjögur eða fleiri mörk af báðum liðum samanlagt. Breiðablik hefur spilað samtals ellefu leiki og því hafa 73 prósent leikja liðsins verið markaleikir.

Alls hafa verið skoruð 43 mörk í leikjum Blika í deildinni í sumar sem gera 3,9 mörk að meðaltali í leik. Það 0,6 mörkum fleiri í leik en hjá næstu liðum sem eru Keflavík og ÍA.

Blikar hafa skorað 28 mörk sjálfir sem er það langmesta í deildinni til þessa. Mótherjar þeirra eru síðan búnir að skorað fimmtán mörk en öll liðin í kringum Blika í töflunni hafa fengið á sig mun færri mörk.

Á hinum enda töflunnar yfir flest heildarmörk í leikjum liða eru KA-menn en aðeins hafa verið skoruð 19 mörk í 9 leikjum Akureyrarliðsins sem gera 2,1 mark í leik.

Breiðablik og KA hafa aldrei mæst í sumar en Blikar hafa spilað við öll lið deildarinnar nema KA-menn og meira segja tvisvar sinnum við Leikni.

Fyrri leik Blika og KA var frestað og fer hann ekki fram fyrr en 29. júlí næstkomandi. Senni leikur liðanna er síðan spilaður 22. ágúst.

Flest mörk í leik í leikjum liða í Pepsi Max deild karla 2021:

 • 1. Breiðablik 3,9 mörk í leik
 • 2. ÍA 3,3
 • 2. Keflavík 3,3
 • 4. HK 3,2
 • 5. Fylkir 3,1
 • 6. FH 2,8
 • 7. KR 2,8
 • 8. Valur 2,7
 • 9. Leiknir R 2,6
 • 10. Víkingur 2,5
 • 10. Stjarnan 2,5
 • 12. KA 2,1

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.