Sama má segja með daginn í dag. Á myndbandi sem tekið var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um miðjan daginn í dag sást vart í jarðeld en núna má sjá mikið hraun renna úr gígnum.
Bæði í gær og á þriðjudag tók eldstöðin sér hlé í nokkra klukkutíma, nær enginn órói fannst á svæðinu og lítið sem ekkert hraun sást í eða koma úr gígnum. Eftir nokkurt hlé, báða dagana, vall hraunið hins vegar upp úr öllum hliðum gígsins.
Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni útsendingu úr vefmyndavél Vísis í spilaranum hér að neðan.