Íslenski boltinn

KA dregur úr skaðanum vegna brotthvarfs Brynjars

Sindri Sverrisson skrifar
Mikkel Qvist verður með KA út þessa leiktíð.
Mikkel Qvist verður með KA út þessa leiktíð. vísir/vilhelm

KA hefur tryggt sér krafta fyrrverandi leikmanns félagsins sem ætlað er að draga úr högginu við það að miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason hafi verið seldur til Lecce á Ítalíu.

Brynjar Ingi nær reyndar að spila næsta leik KA, við KR á mánudaginn, en heldur svo á þriðjudag af stað til Ítalíu.

TIl að bregðast við þessu hefur KA fengið Mikkel Qvist aftur til félagsins, að láni frá Horsens í Danmörku út þessa leiktíð. 

Qvist, sem vakti meðal annars athygli fyrir hæð sína og löng innköst í fyrra, lék 17 leiki í deild og bikar fyrir KA á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Hann er 26 ára gamall.

Í fréttatilkynningu á vef KA segir að mikilvægt hafi verið að fá á þessum tímapunkti leikmann sem þekki félagið og leikmannahópinn.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Lecce staðfestir komu Brynjars

Ítalska knattspyrnufélagið Lecce hefur staðfest komu Brynjars Inga Bjarnasonar, miðvarðar úr KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×