Fótbolti

Lecce staðfestir komu Brynjars

Sindri Sverrisson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið algjör lykilmaður í liði KA í sumar líkt og á síðustu leiktíð.
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið algjör lykilmaður í liði KA í sumar líkt og á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét

Ítalska knattspyrnufélagið Lecce hefur staðfest komu Brynjars Inga Bjarnasonar, miðvarðar úr KA.

Brynjar Ingi skrifaði undir samning til þriggja ára við Lecce, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar.

Brynjar er 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í vörn KA síðustu misseri. Með góðri frammistöðu í upphafi þessarar leiktíðar vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum fyrir mánuði síðan. Brynjar skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Pólverja.

Lecce var nálægt því að komast upp í ítölsku A-deildina í vor. Liðið endaði í 4. sæti B-deildarinnar en féll svo úr leik í undanúrslitum umspils um sæti efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×