Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 15:48 Juul hefur verið sakað um að virða að vettugi vísbendingar um að unglingar verði háðir nikótíni í rafrettum þess. AP/Brynn Anderson Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur. Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur.
Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26