Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr endur­komum Kefla­víkur og Stjörnunnar sem og mörkin sem sökktu Víkingum í Breið­holti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sævar Atli og Haraldur Björnsson komu við sögu í leikjum gærkvöldsins.
Sævar Atli og Haraldur Björnsson komu við sögu í leikjum gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

Alls voru 10 mörk skoruð í leikjunum þremur sem fram fóru í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. 

Stjarnan kom til baka í Vesturbænum er liðið lagði KR 2-1 þökk sé sigurmarki táningsins Eggerts Arons Guðmundssonar um miðbik síðari hálfleiks. 

Klippa: KR 1-2 Stjarnan

Keflavík lenti 2-0 undir á Skipaskaga en kom til baka þökk sé mörkum Christian Volesky og Magnús Þórs Magnússonar, lokatölur 2-2. 

Klippa: ÍA 2-2 Keflavík

Leiknir Reykjavík varð fyrsta liðið til að leggja Víking að velli í Pepsi Max deildinni í gærkvöld er liðið vann frækinn 2-1 sigur á heimavelli sínum í Breiðholti. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis en Nikolaj Andreas Hansen skoraði mark Víkinga.

Klippa: Leiknir Reykjavík 2-1 Víkingur

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.