Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson: Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Grétarsson var nokkuð sáttur með stigið.
Arnar Grétarsson var nokkuð sáttur með stigið. Vísir/Vilhelm

KA sótti stig í Kaplakrika þegar þeir heimsóttu FH. KA menn jöfnuðu þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir, þá manni færri. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hefði viljað þrjú stig fyrir leik en er sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn þróaðist.

„Við erum í seinni hálfleik, einum manni færri, 1-0 undir á móti gríðarlega vel mönnuðu liði FH, þó svo að þeir hafi ekki verið að taka mikið af stigum. Það er nýr þjálfari kominn inn og það kemur ákveðin vítamínsprauta við það“ sagði Arnar og hélt áfram:

„Einum færri settu þeir pressu á okkur í restina og við stóðumst það. Miðað við stöðuna að þá getum við verið sáttir í stöðunni 1-0, einum færri að taka stig hjá þeim.

KA menn eru í vandræðum og þurfa að breyta varnarlínunni fyrir næsta leik þar sem að Dusan er í leikbanni og Brynjar Ingi gæti hafa verið að spila sinn seinasta leik.

„Í ljósi þess að það séu miklar líkur á því að Brynjar Ingi gæti hafa verið síðasti leikurinn hans, að þá er þetta þeim mun erfiðara. Því við erum ekkert með Aragrúann af hafsentum. Við erum með Hallgrím Jónasson, aðstoðarþjálfara sem að er meiddur. Við erum með Hauk sem að getur spilað, hann hefur meira verið að spila á miðjunni hjá okkur. Síðan er Ívar Örn sem að er að koma úr liðþófa aðgerð. Ég vona innilega að Brynjar Ingi nái einum leik í viðbót“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×