Hrottaleg hópslagsmál í miðbænum í nótt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:59 Hópslagsmálin brutust út um klukkan korter í fimm í nótt. skjáskot/elfgrimetiktothetok Hópslagsmál brutust út meðal ungra pilta í miðbænum í nótt. Myndband af atvikinu hefur gengið um samfélagsmiðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni. Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira