Líkamsárás, slagsmál og glasi fleygt í lögreglubíl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 07:54 vísir/kolbeinn tumi Þrír voru handteknir í miðbænum í nótt vegna ofdrykkju og slagsmála á skemmtanalífinu. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir, aðra í miðbænum en hina í Laugardalnum. Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00