Líkamsárás, slagsmál og glasi fleygt í lögreglubíl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 07:54 vísir/kolbeinn tumi Þrír voru handteknir í miðbænum í nótt vegna ofdrykkju og slagsmála á skemmtanalífinu. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir, aðra í miðbænum en hina í Laugardalnum. Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00