Hrottaleg hópslagsmál í miðbænum í nótt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:59 Hópslagsmálin brutust út um klukkan korter í fimm í nótt. skjáskot/elfgrimetiktothetok Hópslagsmál brutust út meðal ungra pilta í miðbænum í nótt. Myndband af atvikinu hefur gengið um samfélagsmiðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni. Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira