Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 23:47 Skrifstofa umdæmissaksóknarans í New York sem gæti ákært fyrirtæki Trump og lykilstjórnanda á næstu dögum. Vísir/EPA Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira
Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira