Innlent

Allir geta nú bókað bólu­setningu með Jans­sen

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
bólusetningar Laugardalshöll Janssen
bólusetningar Laugardalshöll Janssen

Allir sem ekki hafa verið bólu­settir geta nú bókað bólu­setningu með Jans­sen bólu­efninu inni á net­spjalli heilsu­veru.is.

Bólu­setningum á landinu lýkur þann 13. júlí í bili þegar við tekur sumar­frí hjá starfs­fólki heilsu­gæslunnar sem hefur sinnt verk­efninu. Þær hefjast síðan aftur um miðjan ágúst, með breyttu fyrir­komu­lagi þó, að því er fram kemur inni á vef heilsugæslunnar.

Einungis á eftir að bólu­setja fólk með seinni sprautu næstu tvær vikurnar og verður þá notast við bólu­efni Moderna, Pfizer og AstraZene­ca.

Að­eins þarf einn skammt af bólu­efni Jans­sen og verða þeir skammtar sem til eru af því notaðir fyrir þá sem enn hafa ekki fengið bólu­setningu.

Hafi ein­hver því ekki komist í bólu­setningu sína eða á eftir að fá bólu­setningu af öðrum á­stæðum getur sá hinn sami því farið inn á síðu sína á heilsu­veru.is og haft sam­band við heilsu­gæsluna í gegnum net­spjall.

Þeir sem gera þetta verða settir á lista og hefur heilsu­gæslan hugsað sér að safna saman hópi og boða síðan í bólu­setningu með Jans­sen þegar hæfi­lega margir hafa skráð sig. Ekki eru enn komnar dag­setningar á þessar bólu­setningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×