Íslenski boltinn

Bikar­meistararnir ekki í vand­ræðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kwame Quee var á skotskónum í kvöld.
Kwame Quee var á skotskónum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Víkingur fór örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 3-0 sigur á Sindra sem leikur í 3. deild.

Gestirnir frá Höfn á Hornafirði héldu út í rúmar 20 mínútur en þá kom Adam Ægir Pálsson heimamönnum yfir. 

Kwame Quee bætti svo við marki skömmu fyrir hálfleik og staðan 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja,

Viktor Örlygur Andrason gerði endanlega út um leikinn á 53. mínútu og þar við sat. Lokatölur 3-0 og bikarmeistarar Víkings komnir áfram í 16-liða úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.