Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:57 John McAfee var þekktastur fyrir veiruvarnarforrit sem er kennt við hann. AP/Ng Han Guan John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð. Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir dómsmálaráðuneyti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu að allt bendi til þess að McAfee hafi stytt sér aldur í fangelsinu í Barcelona. Hann átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um skattsvik. McAfee, sem var 75 ára gamall, var frumkvöðull í veiruvarnarforritum en þeim geira hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Hann hefur átt skrautlegan feril og er sakaður um fjölda afbrota í nokkrum löndum. Bandarísk yfirvöld sökuðu McAfee um að skila ekki skattskýrslum í fjögur ár þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir dollara vegna ráðgjafarstarfa, ræðuhalda, fjárfestinga í rafmyntum og sölu á réttindum á ævisögu sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árið 2019 gaf McAfee í skyn að hann hefði falið sig á Dalvík um hríð. Þá hafði hann verið á flótta eftir að hann var bendlaður við morð á nágranna sínum í Mið-Ameríkulandinu Belís árið 2012. Hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu fyrr um árið 2019 vegna vopnalagabrota og sagðist hann í kjölfarið ætla að fara huldu höfði. Eigandi húss á Dalvík þar sem McAfee átti að hafa dvalið efaðist um frásögn McAfee og taldi líklegt að hann gæti hafa reynt að afvegaleiða yfirvöld um hvar hann héldi til. Spænsk yfirvöld handtóku McAfee í október. Hann hafði þá einnig verið kærður fyrir svik með rafmyntir í Bandaríkjunum. Fréttin verður uppfærð.
Dalvíkurbyggð Spánn Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07 McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55 John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6. mars 2021 14:07
McAfee handtekinn í Barcelona Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir. 6. október 2020 09:46
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05
Man vel eftir McAfee en þó ekki John Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar. 6. september 2019 10:55
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48