Telur orðróm um að ungt fólk svindli á bólusetningu hæpinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 13:17 Ragnheiður Ósk sá um að draga árgangahópa í bólusetningarröð. Hún segist ekki hafa orðið þess áskynja að ungt fólk reyni að fá bólusetningarvottorð án þess að vera bólusett. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu. Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira
Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Sjá meira
Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36