Innlent

Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir tólf þúsund skammta til af bóluefninu frá Pfizer.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir tólf þúsund skammta til af bóluefninu frá Pfizer. Vísir/Vilhelm

Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að tólf þúsund skammtar séu til og að í ljós eigi eftir að koma hvort að þeir verði allir nýttir í dag.

Bólusetning hefst núna klukkan níu og stendur til þrjú, en eftir klukkan þrjú geta þau sem eiga eldra boð í Pfizer mætt á staðinn og fengið sprautu, það er á meðan birgðir endast. Þetta er síðasti dagurinn sem hægt er að fá fyrri skammt af Pfizer fyrir sumarfrí.

Ungmenni fædd 2005 hafa fengið boð um að mæta í dag, en athygli hefur verið vakin á að þau fá ekki SMS þar sem símar þeirra eru ekki skráðir. Þau geti hins vegar athugað á mínum síðum á heilsuvera.is klukkan hvað þau eigi boð í bólusetningu.

Einnig fá boð karlar fæddir 1980 og 1989 og konur fæddar 1987 og 1994.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×