Yfirlýsing Breiðabliks: Ekki þörf á sjúkrabíl í forgangsakstri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 08:01 Mörgum brá þegar Jason Daði Svanþórsson (til vinstri) féll til jarðar í leik Breiðabliks og FH á sunnudaginn. vísir/vilhelm Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar í leiknum gegn FH og umræðuna í tengslum við það. Eftir um hálftíma leik fékk Jason höfuðverk og átti í erfiðleikum með að anda. Kallað var eftir lækni, Jason borinn af velli og hann fór svo í sjúkrabíl upp á spítala. Jason var útskrifaður af spítalanum sama kvöld og í samtali við Vísi á mánudaginn sagðist hann hafa það gott og biði eftir að fara í frekari rannsóknir. Í yfirlýsingu Breiðabliks segir að farið hafi verið eftir öllum reglum þegar hugað var að Jasoni í leiknum á sunnudaginn. Sjúkraþjálfarar beggja liða sinntu honum sem og tveir heilbrigðisstarfsmenn úr stúkunni. Þeirra mat var að ekki væri þörf á að sjúkrabíll kæmi í forgangsakstri á Kópavogsvöll. Sumir furðuðu sig á því hversu lengi sjúkrabíllinn var á leiðinni en í yfirlýsingu Breiðabliks segir að hann hafi komið eftir ellefu mínútur og hefði eflaust komið fyrr ef þörf hefði verið á. Jafnframt segir að komið hafi verið með hjartastuðtæki inn á völlinn í samræmi við verklagsreglur félagsins, öryggisins vegna. Sem betur fer þurfti ekki að nota það enda var Jason allan tímann með meðvitund. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að Breiðablik leggi sig fram um að hafa alla framkvæmd, öryggismál og umgjörð leikja eins og best verður á kosið og reglulega sé farið yfir skipulag þessara mála. Yfirlýsingu knattspyrnudeildar Breiðabliks má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Eftir um hálftíma leik fékk Jason höfuðverk og átti í erfiðleikum með að anda. Kallað var eftir lækni, Jason borinn af velli og hann fór svo í sjúkrabíl upp á spítala. Jason var útskrifaður af spítalanum sama kvöld og í samtali við Vísi á mánudaginn sagðist hann hafa það gott og biði eftir að fara í frekari rannsóknir. Í yfirlýsingu Breiðabliks segir að farið hafi verið eftir öllum reglum þegar hugað var að Jasoni í leiknum á sunnudaginn. Sjúkraþjálfarar beggja liða sinntu honum sem og tveir heilbrigðisstarfsmenn úr stúkunni. Þeirra mat var að ekki væri þörf á að sjúkrabíll kæmi í forgangsakstri á Kópavogsvöll. Sumir furðuðu sig á því hversu lengi sjúkrabíllinn var á leiðinni en í yfirlýsingu Breiðabliks segir að hann hafi komið eftir ellefu mínútur og hefði eflaust komið fyrr ef þörf hefði verið á. Jafnframt segir að komið hafi verið með hjartastuðtæki inn á völlinn í samræmi við verklagsreglur félagsins, öryggisins vegna. Sem betur fer þurfti ekki að nota það enda var Jason allan tímann með meðvitund. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að Breiðablik leggi sig fram um að hafa alla framkvæmd, öryggismál og umgjörð leikja eins og best verður á kosið og reglulega sé farið yfir skipulag þessara mála. Yfirlýsingu knattspyrnudeildar Breiðabliks má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira