Enski boltinn

Klúr Owen í klandri eftir að hafa beðið raunveruleikastjörnu um nektarmyndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Owen skoraði fjörutíu mörk fyrir enska landsliðið.
Michael Owen skoraði fjörutíu mörk fyrir enska landsliðið. getty/Claire Greenway

Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enska landsliðsins, er í klandri eftir að hafa beðið raunveruleikastjörnu um nektarmyndir.

Samkvæmt Sunday Mirror bað Owen Rebeccu Jane, sem er þekkt úr raunveruleikaþættinum Big Brother, um nektarmyndir og sagði henni að skilja ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið.

Owen og Jane skiptust á fjölmörgum kynferðislegum skilaboðum og gamli framherjinn á að hafa fengið tuttugu nektarmyndir frá Jane. Hann sagðist hafa horft á eina þeirra 65 sinnum. Owen bað Jane seinna að koma með sér á veðreiðar en ekkert varð af þeim fundi þeirra.

Í skilaboðunum montaði Owen sig líka af því að fólk héldi að hann væri algjör engill þar til það hitti hann.

Owen, sem er 41 árs, er giftur æskuástinni sinni, Louise Brassell. Saman eiga þau fjögur börn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.