Líkfundur í Belgíu: Talið vera af hættulega hermanninum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 16:13 Jurgen Conings hvarf 17. maí síðastliðinn og er nú talinn vera látinn. Lögreglan í Belgíu Lík fannst í Belgíu í dag. Það er talið vera af hermanninum Jurgen Conings sem hvarf í Belgíu fyrir mánuði síðan, eftir að hafa stolið talsvert mikið af vopnum. Talið var að Conings hafi farið inn í skóg í felur. Líkið fannst fyrir tilviljun þar sem bæjarstjóri Maaseik var í hjólaferð um Hoge Kempen þjóðgarðinn, þar sem Conings hefur verið leitað síðastliðinn mánuð, þegar hann fann sterka lykt. Allt bendir til þess að Conings hafi skotið sig í höfuðið. Hann er sagður hafa skilið eftir bréf þar sem stóð að hann „gæti ekki lifað lengur í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og veirufræðingar hafa tekið allt af okkur“. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu. Conings sem er 46 ára gamall hermaður og skotþjálfi, er sagður hafa látið greipar sópa í vopnageymslu herstöðvarinnar og látið sig hverfa þann 17. maí síðastliðinn. Mikil leit hefur staðið yfir en lögreglan biðlaði til almennings að nálgast Conings ekki, þar sem hann var talinn vera þungvopnaður. Bifreið hans fannst nærri skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Hún var full af vopnum og greindu blaðamenn á staðnum frá því að þeir hefði heyrt skotum hleypt af inni í skóginum. Belgía Tengdar fréttir Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. 19. maí 2021 17:00 Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. 20. maí 2021 14:20 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Líkið fannst fyrir tilviljun þar sem bæjarstjóri Maaseik var í hjólaferð um Hoge Kempen þjóðgarðinn, þar sem Conings hefur verið leitað síðastliðinn mánuð, þegar hann fann sterka lykt. Allt bendir til þess að Conings hafi skotið sig í höfuðið. Hann er sagður hafa skilið eftir bréf þar sem stóð að hann „gæti ekki lifað lengur í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og veirufræðingar hafa tekið allt af okkur“. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu. Conings sem er 46 ára gamall hermaður og skotþjálfi, er sagður hafa látið greipar sópa í vopnageymslu herstöðvarinnar og látið sig hverfa þann 17. maí síðastliðinn. Mikil leit hefur staðið yfir en lögreglan biðlaði til almennings að nálgast Conings ekki, þar sem hann var talinn vera þungvopnaður. Bifreið hans fannst nærri skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Hún var full af vopnum og greindu blaðamenn á staðnum frá því að þeir hefði heyrt skotum hleypt af inni í skóginum.
Belgía Tengdar fréttir Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. 19. maí 2021 17:00 Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. 20. maí 2021 14:20 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. 19. maí 2021 17:00
Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. 20. maí 2021 14:20