Erlent

Lík­fundur í Belgíu: Talið vera af hættu­lega her­manninum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Jurgen Conings hvarf 17. maí síðastliðinn og er nú talinn vera látinn.
Jurgen Conings hvarf 17. maí síðastliðinn og er nú talinn vera látinn. Lögreglan í Belgíu

Lík fannst í Belgíu í dag. Það er talið vera af hermanninum Jurgen Conings sem hvarf í Belgíu fyrir mánuði síðan, eftir að hafa stolið talsvert mikið af vopnum. Talið var að Conings hafi farið inn í skóg í felur.

Líkið fannst fyrir tilviljun þar sem bæjarstjóri Maaseik var í hjólaferð um Hoge Kempen þjóðgarðinn, þar sem Conings hefur verið leitað síðastliðinn mánuð, þegar hann fann sterka lykt.

Allt bendir til þess að Conings hafi skotið sig í höfuðið. Hann er sagður hafa skilið eftir bréf þar sem stóð að hann „gæti ekki lifað lengur í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og veirufræðingar hafa tekið allt af okkur“. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu.

Conings sem er 46 ára gamall hermaður og skotþjálfi, er sagður hafa látið greipar sópa í vopnageymslu herstöðvarinnar og látið sig hverfa þann 17. maí síðastliðinn. 

Mikil leit hefur staðið yfir en lögreglan biðlaði til almennings að nálgast Conings ekki, þar sem hann var talinn vera þungvopnaður. Bifreið hans fannst nærri skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Hún var full af vopnum og greindu blaðamenn á staðnum frá því að þeir hefði heyrt skotum hleypt af inni í skóginum.


Tengdar fréttir

Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu

Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.