Erlent

Lést vegna öku­níðinga á rafs­kútu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Konurnar tvær keyrðu á ógnarhraða á rafskútu meðfram ánni Signu með skelfilegum afleiðingum.
Konurnar tvær keyrðu á ógnarhraða á rafskútu meðfram ánni Signu með skelfilegum afleiðingum. Getty/Christian Böhmer

Ung kona lést á miðvikudaginn í París eftir að tvær konur keyrðu á hana á rafskútu. Lögreglan í París leitar nú að konunum tveimur.

Sú látna er hin þrjátíu og eins árs gamla Miriam frá Ítalíu. Snemma á mánudaginn gekk hún meðfram ánni Signu ásamt vin sínum, þegar tvær konur nálguðust þau á ógnarhraða á rafskútu. 

Í stað þess að stöðva, klesstu ökuníðingarnir tveir á Miriam með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið harkalega í jörðina og fór í hjartastopp. Vaktmenn við Signu hófu endurlífgunartilraunir og eftir þrjátíu mínútur tókst þeim að fá hjartað í gang á ný. 

Farið var með Miriam á spítala þar var hún meðvitundarlaus í tvo daga, áður en hún var úrskurðuð látin á miðvikudag. Málið er rannsakað sem manndráp og leitar lögreglan í París nú að konunum tveimur.

Málið hefur hefur vakið upp umræðu um ógn öryggis gangandi vegfarenda af rafskútum. En árið 2019 varð bannað að keyra rafskútur á gangstéttum í Frakklandi. Sú regla var sett eftir hundruð slysa og nokkur dauðsföll af völdum farartækjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.