Erlent

Dagurinn sem markar enda­lok þræla­halds orðinn lög­boðinn frí­dagur

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði undir lögin í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði undir lögin í gær. AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir lög þess efnis að 19. júní verði héðan í frá einn af lögboðnum frídögum Bandaríkjamanna.

Dagsetningin, sem Bandaríkjamenn kalla „Juneteenth“, markar endalok þrælahalds í Bandaríkjunum en á þessum degi árið 1865 var frelsisyfirlýsingin sem Lincoln forseti hafði undirritað í þrælastríðinu loks lesin upp fyrir íbúana í Galveston í Texas að stríðinu loknu. 

Í tölu sem Biden forseti flutti við tilefnið sagði hann mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að þeir horfist í augu við fortíðina, jafnvel hina smánarlegu hluta hennar. 

Leiðtogar svartra í Bandaríkjunum hafa fagnað ákvörðuninni en minna á að mikið verk sé fyrir höndum við að útmá kerfisbundið kynþáttahatur sem leynist víða um samfélagið. 

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu allir frumvarpið, en í öldungadeildinni voru fjórtán Repúblikanar á móti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.