Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 14:13 Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Vísir/Bára Dröfn Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Vegfarandi nokkur, kona af erlendum uppruna, gerði sér lítið fyrir og tók gjörninginn upp á síma sinn. Það myndskeið fór svo í mikla dreifingu og kom það konunni á óvart, því hún vissi ekki hvaða kempa þar var svo frjálslegur á ferð. Fyrr á þessu ári, í mars nánar tiltekið, komst í hámæli að Eiður Smári hafi mætt undir áhrifum áfengis sem knattspyrnusérfræðingur í fótboltaþættinum Völlinn í Sjónvarpi Símans. Það mál var á borði KSÍ en ákveðið var að gera ekkert með það þá, Eiður hélt stöðu sinni hjá landsliðinu eftir tiltal. Hvort nú fari gula spjaldið eða það rauða á loft er það sem allir knattspyrnuáhugamenn bíða í ofvæni eftir. Litlar upplýsingar hafa fengist um málið hjá KSÍ síðan málið kom upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tjáði fréttastofu í gær að málið væri til skoðunar. Ekki væri rétt að tjá sig um það frekar. Vísir hefur þó heimildir fyrir því að KSÍ ætlaði að leiða málið til lykta. Ekkert hefur náðst í Guðna það sem af er degi. Nú þegar vel er liðið á daginn bólar ekkert á yfirlýsingu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir það sem af er degi næst ekki í Guðna Bergsson formann KSÍ.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að konan sem tók myndskeiðið sé miður sín vegna þess að það fór í dreifingu. Hún segist hafa sent það á tvo vini sína. Konan biðlar til þeirra miðla sem það hafa birt að taka það niður en atvikið átti sér stað aðfararnótt föstudags 11. júní klukkan eitt. „Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp,“ segir konan í samtali við Fréttablaðið. Konan, sem ekki er nafngreind í viðtalinu, segist vön að taka upp ýmislegt fyndið og skemmtilegt sem á vegi hennar verður í miðborginni, fyrir sig og vini sína. En hún hafi ekki ætlast til að það færi í almenna dreifingu. Henni finnst fólk dómahart og er sár að vinir hennar hafi deilt myndbandinu áfram.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45