Íslenski boltinn

Dramatík í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Pétur við komuna til Eyja en hann klúðraði vítaspyrnu í kvöld.
Guðjón Pétur við komuna til Eyja en hann klúðraði vítaspyrnu í kvöld. heimasíða ÍBV

ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Þór en liðin mættust í 6. umferð Lengjudeildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Stefán Ingi Sigurðarson kom ÍBV yfir á 11. mínútu en rétt rúmum stundarfjórðungi síðar jafnaði Jóhann Helgi Hannesson.

Nökkvi Már Nökkvason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 65. mínútu.

Eyjamenn fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á 89. mínútu en Guðjón Pétur Lýðsson klúðraði vítaspyrnu.

Dramatíkinni var ekki lokið því á 92. mínútu skoraði Guðjón Ernir Hrafnkelsson sigurmarkið og lokatölur 2-1 sigur ÍBV.

ÍBV er í fimmta sætinu með tíu stig en Þór er í áttunda sætinu með sjö stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.