Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:51 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur séð dramatíska breytingu á þeim brotum sem lögreglan sinnir venjulega um helgar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni. Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni.
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira