Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 15:41 Tvær ungar konur leggja blóm á staðinn þar sem fimm manna fjölskylda var ekin niður fyrir rúmri viku. Fjögur þeirra létust en níu ára drengur lifði af. AP/Geoff Robins/The Canadian Press Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar. Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina. Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina.
Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31
Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18