Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 15:41 Tvær ungar konur leggja blóm á staðinn þar sem fimm manna fjölskylda var ekin niður fyrir rúmri viku. Fjögur þeirra létust en níu ára drengur lifði af. AP/Geoff Robins/The Canadian Press Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar. Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina. Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina.
Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31
Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18