Erlent

Fjórir látnir eftir að ekið var á fjöl­skyldu múslima í Ontario

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn, ökumaður bílsins, var handtekinn á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá skömmu eftir árásina.
Árásarmaðurinn, ökumaður bílsins, var handtekinn á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá skömmu eftir árásina. AP/Geoff Robins

Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna.

Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau.

Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs.

Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af.

Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum.

Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×