Erlent

Pottaplanta selst á 2,3 milljónir króna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pottaplantan dýrmæta.
Pottaplantan dýrmæta. Mynd/Trade Me

Níu blaða pottaplanta seldist í gær á jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna á nýsjálenskri uppboðssíðu. Um er að ræða dýrustu inniplöntu sem selst hefur á síðunni.

Um var að ræða afar fágætt eintak af tegundinni Rhaphidophora Tetrasperma, plöntu af kólfblómaætt, en það sem gerir hana svo verðmæta er hinn ráðandi hvíti lítur í bland við hinn hefðbundna græna lit.

Fleiri en 102 þúsund manns skoðuðu plöntuna á uppboðssíðunni og um 1.600 voru með hana á „gátlista“ en það var aðeins á lokamínútum uppboðsins sem ljóst varð að baráttan um blómið yrði hörð.

Að sögn talsmanns síðunnar, Trade Me, hefur meðalverð fyrir inniplöntu farið úr 34 nýsjálenskum dölum í 82 nýsjálenska dali frá því í maí 2019. Pottaplöntur séu nýjasta tískan meðal landsmanna.

Alls bárust 248 boð í plöntuna.

CNN greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.