Íslenski boltinn

Telur Víkinga hafa full­orðnast og hrósar þeim fyrir spilamennskuna gegn FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar eru á toppi Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu.
Víkingar eru á toppi Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét

Frammistaða toppliðs Víkinga í 2-0 sigri liðsins á FH í leik liðanna í Pepsi Max deild karla var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Sjá má umræðuna í spilaranum hér að neðan.

„FH-ingarnir ætluðu greinilega að koma grimmir til leiks og ætluðu að láta finna fyrir sér. Það vantaði ekkert því þeir voru alveg á köflum frekar harðir,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi.

Klippa: Mörkin sem komu Víkingum á toppinn

„Það var það. Þeir komu – eins og maður bjóst við að þeir myndu gera, það var mikið undir hjá þeim í þessum leik – fast inn í návígin og þeir létu Víkingana finna fyrir sér en Víkingarnir koðnuðu ekkert undan því.,“ sagði Reynir Leósson og hélt áfram.

„Það finnst mér aftur merki á Víkingsliðinu, það var tekið fast á þeim en þeir stóðu upp, stóðu þetta af sér og spiluðu sinn bolta. FH-ingarnir, það var kraftur í þeim en hvernig Víkingarnir hafa að mínu viti fullorðnast og eru tilbúnir að taka á móti liðum sem spila svona ólíkt því sem gerðist í fyrra og hitt í fyrra þar sem þeir koðnuðu oft niður þegar var tekið fast á þeim. Þeir eru tilbúnir að mæta þannig liðum í ár,“ sagði Reynir að lokum.

Klippa: Víkingar fá hrós

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.