DBU segist hafa rætt við Eriksen í morgun og að hann sendi liðsfélögum sínum kveðju. Líðan hans er stöðug og hann verður áfram á sjúkrahúsi þar sem hann verður skoðaður frekar.
„Leikmenn og starfslið landsliðsins hafa fengið áfallahjálp og munu áfram standa við bakið hver á öðrum eftir atvik gærdagsins,“ segir í tilkynningunni.
DBU þakkar einnig fyrir allar þær kveðjur sem hafa borist Eriksen, meðal annars frá aðdáendum, leikmönnum og konungsfjölskyldum Danmerkur og Englands.
Update regarding Christian Eriksen. pic.twitter.com/YuKD9hS9LV
— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) June 13, 2021