Fótbolti

Þjálfari Dan­merkur: Fengum tvo val­mögu­leika

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, að loknu 1-0 tapi liðsins gegn Finnlandi í dag.
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, að loknu 1-0 tapi liðsins gegn Finnlandi í dag. EPA-EFE/Friedemann Vogel

Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks.

Talið var að leiknum yrði frestað til morguns en hann fór hins vegar fram í dag þó svo það væri deginum ljósara að leikmenn danska liðsins voru alls ekki tilbúnir í að halda leik áfram eftir atburði dagsins.

Leikurinn var stopp í næstum tvo tíma og samkvæmt viðtali Hjulmand að leik loknum voru möguleikarnir tveir að klára leikinn í kvöld eða hefja leik að nýju í hádeginu á morgun, sunnudag.

„Við ákváðum að við myndum ekki gera neitt þangað til við vissum hvort Christian [Eriksen] væri með meðvitund og almennt í lagi miðað við aðstæður.“

„Eftir að við fengum áðurnefnda valmöguleika voru einróma ákvörðun hópsins að klára frekar leikinn í dag,“ sagði Hjulmand að lokum. 


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Hetjan Simon Kjær

Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.