Talið var að leiknum yrði frestað til morguns en hann fór hins vegar fram í dag þó svo það væri deginum ljósara að leikmenn danska liðsins voru alls ekki tilbúnir í að halda leik áfram eftir atburði dagsins.
Leikurinn var stopp í næstum tvo tíma og samkvæmt viðtali Hjulmand að leik loknum voru möguleikarnir tveir að klára leikinn í kvöld eða hefja leik að nýju í hádeginu á morgun, sunnudag.
„Við ákváðum að við myndum ekki gera neitt þangað til við vissum hvort Christian [Eriksen] væri með meðvitund og almennt í lagi miðað við aðstæður.“
„Eftir að við fengum áðurnefnda valmöguleika voru einróma ákvörðun hópsins að klára frekar leikinn í dag,“ sagði Hjulmand að lokum.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.